Get the facts straight
Ein augljós aðgerð gæti knúið vöxt og losað um gífurlegar auðlindir: endurskoðun loftslagsstefnu.
Published by Morgunbladid
Höldum áfram að nota fjármuni til að vinna að heimsmarkmiðunum, því að þau bjarga mannslífum og hjálpa fólki að brjótast út úr sárri fátækt.
Fátt hefur dregið hræsnislega umræðu auðugri þjóða heimsins um jarðefnaeldsneyti gerlegar fram í dagsljósið en orkukreppan í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Bandaríkin og Evrópa grátbiðja arabaþjóðirnar um að herða á olíuframleiðslu sinni samtímis því sem G7-iðnríkin hvetja fátækari ríki til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa í því augnamiði að gæta að loftslagsmálum.
Ákvörðun ESB um að auka markmið sín um að draga úr losun árið 2030 var hrein dyggðaflöggun. Líklegt er að kostnaðurinn fari yfir nokkrar billjónir evra.