Get the facts straight
Ein augljós aðgerð gæti knúið vöxt og losað um gífurlegar auðlindir: endurskoðun loftslagsstefnu.
Published by Morgunbladid
Þróun grænnar orku þannig að hún verði ódýrari en jarðefnaeldsneyti er eina leiðin til að fá alla til að breyta um stefnu.
Um allan heim eru miklir möguleikar til að bera kennsl á og forgangsraða þeirri stefnu sem myndi skila mestum áhrifum fyrir hverja krónu.
Fátt hefur dregið hræsnislega umræðu auðugri þjóða heimsins um jarðefnaeldsneyti gerlegar fram í dagsljósið en orkukreppan í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Bandaríkin og Evrópa grátbiðja arabaþjóðirnar um að herða á olíuframleiðslu sinni samtímis því sem G7-iðnríkin hvetja fátækari ríki til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa í því augnamiði að gæta að loftslagsmálum.