Fátt hefur dregið hræsnislega umræðu auðugri þjóða heimsins um jarðefnaeldsneyti gerlegar fram í dagsljósið en orkukreppan í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Bandaríkin og Evrópa grátbiðja arabaþjóðirnar um að herða á olíuframleiðslu sinni samtímis því sem G7-iðnríkin hvetja fátækari ríki til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa í því augnamiði að gæta að loftslagsmálum.